Bókanir

Til þess að bóka tíma hjá Zen Sálfræðistofu er hægt að fylla út formið “panta viðtal” eða senda tölvupóst á bokanir@zensal.is. Þér verður svo gefinn næsti lausi tími.

Það er gott að hafa í huga að það að bóka tíma hjá sálfræðingi er svipað því að bóka tíma hjá öðru heilbrigðisstarfsfólki, t.d. lækni eða tannlækni. Mögulega þarft þú að taka þér frí frá vinnu og barnið þitt að fá frí frá skóla á meðan þið komið í viðtal þar sem viðtalstími Zen Sálfræðistofu fellur inn í hefbundinn vinnutíma, frá kl. 8-16 á þriðjudaga- fimmtudaga.