Fyrsta koma

Zen sálfræðistofa er staðsett á Tryggvagötu 13 í húsi Fjölheima. Gengið er inn um aðaldyr og til vinstri. Fyrst ferð þú niður stiga og svo aftur upp, gengur upp stigann fram hjá opnu eldhúsi og inn ganginn þar. Skrifstofan er innst á þeim gangi.

Þegar sálfræðingur hefur samband við þig til þess að bóka fyrsta viðtal er ákveðið hvort foreldrar komi einir eða með barnið með sér.

Í fyrsta viðtalinu er farið yfir trúnað og hagnýtar upplýsingar ásamt sögu barnsins, stöðuna og væntingar. Ef foreldrar og barn koma saman þá getur verið að allir séu saman allan tímann, að foreldrar séu með í upphafi viðtals eða lok viðtals, allt eftir því hvað hentar þörfum og óskum fjölskyldunnar. Foreldrar fylla ávallt út upplýsingablað í fyrsta tíma og gætu þurft að svara matslistum/spurningarlistum varðandi hegðun og líðan barns ef það á við. Einnig getur verið farið yfir matskvarða með barni í eða eftir fyrsta viðtal. Ef það eru til gögn, eins og t.d. fyrri greiningar, sem gætu gagnast í meðferðarvinnu hjá Zen Sálfræðistofu þá gæti verið gott að taka þau með í fyrsta viðtal.

Þess má geta að fjölskyldur eru samsettar á ýmsa vegu. Ef margir foreldrar/forráðamenn koma að barninu er alveg sjálfsagt að allir komi með í fyrsta viðtal.

Greiðslur fara fram við komu. Viðtalið kostar 22.000 kr. frá og með 1. febrúar 2024. Notast er við Payday greiðsluþjónustu. Næstu viðtöl eru síðan bókuð gegnum Kara Connect og er því mikilvægt að þeir sem ábyrgð bera á barni í þjónustu samþykki það boð og fylgi leiðbeiningum til þess að geta bókað nýjan tíma. Séu útistandandi ógreidd viðtöl áskilur Zen Sálfræðistofa sér að hafna bókun frekari viðtala.