Námskeið/fyrirlestrar

Zen Sálfræðistofa hefur víðtæka reynslu af vinnu með leik- og grunnskólum, íþróttafólki, þjálfurum, trúnaðarmönnum, starfsfólki skóla, nemendum og foreldrum.

Hægt er að óska eftir ýmsum fyrirlestrum og fræðslu. Er það ávallt unnið í samráði við þann sem þess óskar svo hægt sé að sníða fræðsluna eða fyrirlesturinn sem best að þörfum þess sem hlustar/tekur þátt. Erindin geta verið allt frá 30 mínútum upp 120 mínútur eða ítarlegri námskeið.

Óskir þú eftir frekari upplýsingum eða fræðslu/fyrirlestri er best að senda tölvupóst á zensal@zensal.is.

Dæmi um efni í fræðslu/fyrirlestra er:
* Hinseginleikinn
* Tjattað um trans
* Hinsegin, kynsegin, skynsegin og alls konar
* Einkennamynd og hagnýt ráð varðandi taugaþroskaraskanir eins og ADHD og einhverfu
* Einkennamynd og hagnýt ráð varðandi tilfinningavanda, kvíða, þunglyndi, þroskafrávik, námsvanda ofl.
* Skapmikil börn
* Kveðum kvíðapúkann burt- leikskólabörn
* Að hlúa að sér í starfi
* Markmiðasetning íþróttafólks
* Sálfræðilegir þættir og frammistaða í íþróttum
* Hlutverk foreldra í íþróttastarfi
* Kvíðin börn og íþróttastarf