Þjónusta

Á Zen Sálfræðistofu er unnið með börnum, ungmennum, fjölskyldum, íþróttafólki, verðandi og nýbökuðum foreldrum, fólki af öllum kynjum, þjálfurum og skólafólki svo fátt eitt sé nefnt. Þar fer fram ráðgjöf, meðferð og greining vegna hegðunarvanda, tilfinningavanda, taugaþroskaraskana og annars vanda tengdum erfiðleikum í daglegu lífi eða sértækum aðstæðum. Má þar nefna sem dæmi kvíða, depurð, reiði, svefnvanda, ADHD, einhverfu, sjálfskaða, sértæka fælni og skólaforðun. Áhersla er lögð á að kenna og efla færni skjólstæðinga í læsi á aðstæðum sínum og tilfinningum, lausnarmiðaðri hugsun, tilfinningastjórnun, félagsfærni og sjálfstyrkingu. Markmið stofunnar er að veita bestu mögulega meðferð í samræmi við gagnreyndar aðferðir og nýjustu þekkingu og eru skjólstæðingar virkir þátttakendur í eigin meðferð. Með því er hægt að tryggja sem bestan árangur af meðferð.

Zen Sálfræðistofa þjónustar almenning og getur hver sem er haft samband til að panta tíma. Þar að auki þjónustar stofan skóla, félagasamtök, fyrirtæki og sveitarfélög með ráðgjöf, greiningum og fræðslu. Ekki þarf tilvísun til að sækja um þjónustu og er þjónustan ekki niðurgreidd af sjúkratryggingum. Mörg stéttarfélög niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem þú getur sótt um síðar. Zen Sálfræðistofa er ekki í samstarfi við barna- og unglingageðlækna sem getur haft áhrif á vinnslu frumgreininga.

Zen Sálfræðistofa er starfandi á þriðjudögum og miðvikudögum í Fjölheimum, Selfossi.
Hægt er að hafa samband með almennar fyrirspurnir á netfangið zensal@zensal.is. Bókanir fara fram á vefnum eða í gegnum bokanir@zensal.is.