Einstaklingar

Zen Sálfræðistofa þjónustar börn, ungmenni og foreldra/forráðamenn.

Á stofunni er góð reynsla af því að sinna greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna þroskafrávika, hegðunarvanda, samskiptavanda og tilfinningavanda.

Ekki er hægt að áætla fjölda viðtala eða lengd meðferðar strax í upphafi þar sem slíkt fer eftir hverjum einstaklingi fyrir sig og er ákvarðað í samráði við foreldra og út frá eðli hvers máls. Ávallt er notast við gagnreyndar aðferðir með hliðsjón af klínískum leiðbeiningum.

Í ráðgjöf og meðferð er uppsetning metin hverju sinni þar sem ýmist er unnið með barni og foreldrum saman eða eingöngu með foreldrum. Fer það eftir eðli vandans, aldri og aðstöðu barns o.s.frv. Í meðferðarvinnu er gert ráð fyrir virkri þátttöku barna, ungmenna og foreldra. Í sumum tilfellum er einnig leitað eftir samvinnu annarra aðila sem koma að málinu, að gefnu samþykki foreldra, og getur það verið leik- og/eða grunnskóli, félagsþjónusta eða aðrar stofnanir svo fátt eitt sé nefnt.