Skráning á “Tjattað um trans í heilbrigðiskerfinu”

Haldið dagana 11. og 18. sept kl. 13.30-15.30 í Fjölheimum, Selfossi.

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, félagsráðgjöfum, fjölskyldufræðingum, náms- og starfsráðgjöfum, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum þeim sem starfa með trans börnum og/eða fjölskyldum þeirra í heilbrigðisþjónustu. Fyrri daginn verður fræðsla um málefni trans barna þar sem verður m.a farið yfir hugtök hinseginleikans, kynjakerfið, kynama og áskoranir trans barna og fjölskyldna þeirra í daglegu lífi svo fátt eitt sé nefnt. Seinni daginn verður svo farið yfir hagnýt ráð í starfi með trans börnum og/eða fjölskyldum þeirra, reynslusögur, dæmi úr daglegu starfi, spurningar ofl.

Markmið námskeiðs er að efla færni þátttakenda að taka á móti og vinna með trans börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra. Farið verður yfir hugtök sem tengjast hinseginleikanum, kynjakerfið okkar, umhverfi trans barna, reynslusögur og hagnýt ráð í vinnu með þennan hóp óháð því hvort um ræðir klíníska meðferðarvinnu eða annað. Námskeiðið fer fram í öryggu rými þar sem allar spurningar eru velkomnar og ætlast er að til að þátttakendur sýni hvert öðru og umræðuefninu virðingu. 

Námskeiðið kostar 34.900 kr. Takmörkuð pláss í boði. Athugið að sum stéttarfélög taka þátt í niðurgreiðslu og hægt er að fá staðfestingu á greiðslu sé þess óskað. Vakni spurningar er velkomið að senda þær á hugrun@zensal.is

Skráning fer fram hér.

Hlakka til að sjá ykkur.